Um ÍKV

Viðburðir á vegum ÍKV

Íslensk – kínverska viðskiptaráðið (ÍKV) er félagsskapur um 70 fyrirtækja úr ýmsum geirum atvinnulífsins. Það var stofnað árið 1995 og hefur starfsemi viðskiptaráðsins dafnað vel síðan þá.

Meginmarkmið og hlutverk ráðsins er að stuðla að og efla viðskipti á milli Íslands og Kína. ÍKV hefur skipulagt ferðir á vörusýningar þar eystra, tekur á móti kínverskum viðskiptasendinefndum og veitir fyrirtækjum upplýsingar og ráðleggingar varðandi fyrstu skrefin í átt að viðskiptum við Kína. Einnig stendur það fyrir miðlun viðskiptasambanda og skoðanaskiptum á milli fyrirtækja og stjórnvalda í báðum löndum.

Helsti samstarfaðili Íslensk kínverska viðskiptaráðsins í Kína er Alþjóðaviðskiptaráð Kína (China Council for Promotion of International Trade, CCPIT). ÍKV hefur einnig ritað undir viljayfirlýsingu um aukið samstarf viðskiptaráðsins og Matvælaviðskiptaráðs Kína (China Chamber of Commerce of Foodstuffs and Native Produce, CFNA).

Félagsmenn í ÍKV eru um 70 fyrirtæki úr margvíslegum geirum viðskiptalífsins. Árgjaldið er 30.000 krónur, en 15.000 fyrir smærri fyrirtæki, með veltu undir 50 milljónum króna. Hægt er að skrá sig í ráðið hér neðst á síðunni.

Starfsemi ÍKV er margþætt:

  • ÍKV hefur staðið fyrir Kínverskum dögum hérlendis og unnið að kínverskum vörusýningum.
  • ÍKV hefur skipulagt velheppnaðar hópferðir til Kína á Canton vörusýninguna sem er ein sú stærsta sinnar tegundar í heiminum.
  • Kínverskum áramótum er fagnað árlega.
  • Reglulega eru haldin málþing um viðskipti Íslands og Kína.
  • ÍKV hefur staðið að fyrirtækjastefnumótum íslenskra og kínverskra fyrirtækja.
  • Tekið er á móti mörgum kínverskum viðskiptasendinefndum árlega.

ÍKV hefur m.a. skipulagt ráðstefnur fyrir félagsmenn til að kanna möguleika á:

  • Fjárfestingum í Kína.
  • Samstarfi í áliðnaði í Kína.
  • Ferðaþjónustu: Eru ný tækifæri fyrir íslenska ferðaþjónustu í Kína?

Íslensk-kínverska viðskiptaráðið deilir skrifstofu með Félagi atvinnurekenda og er á 9. hæð í Húsi verslunarinnar.

Samþykktir Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins

KAFLI I

Tilgangur

1. gr. Nafn þess er Íslensk – Kínverska Viðskiptaráðið, hér eftir í reglum þessum kallað ráðið.

2. gr. Markmið og tilgangur ráðsins er að hafa forgöngu um, efla og hvetja til hvers konar viðskipta, verslunar og annarra hagsmunatengsla á milli Íslands og Alþýðulýðveldisins Kína með því að:

a) Örva hvers konar viðskiptaleg og menningarleg tengsl milli Íslands og Alþýðulýðveldisins Kína.

b) Hvetja til og leggja rækt við vaxandi vináttusamskipti milli atvinnurekanda sem hafa áhuga á eða eru í viðskiptum milli Íslands og Kína.

c) Skapa félagsmönnum sínum aðstöðu til að bjóða fram eða viðhalda þjóðfélagslegri, menningarlegri og menntalegri starfsemi á ópólítískan og óhlutdrægan hátt, báðum aðilum til hagsbóta.

d) Að skapa grundvöll til skoðanaskipta milli félaga með fundahöldum og námstefnum; standa að og halda sýningar,þátttöku í alþjóðlegum vörusýningum sem nauðsynlegar eru að mati ráðsins, hafa yfir að ráða viðeigandi húsnæði til starfseminnar enda gangi slíkt ekki gegn íslenskum lögum.

 

KAFLI II

Aðsetur

3. gr. Heimilisfang ráðsins og aðsetur er í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, 103 Reykjavík.

 

KAFLI III

Aðild

4. gr. Félagar að ráðinu geta orðið þeir einstaklingar eða félög staðsett á Íslandi, sem stunda viðskipti eða eru á annan hátt, hvortheldur er beint eða óbeint, tengd viðskiptum eða eiga í öðrum mikilvægum samskiptum milli Íslands og Alþýðulýðveldisins Kína.

6. gr. Nýir meðlimir: Senda skal ráðinu skriflega eða rafræna aðildarumsókn, þar sem fram komi hvers konar starfsemi viðkomandi stundar. Aðild krefst samþykkis allra stjórnarmanna.

7. gr. Árgjöld: Stjórn ráðsins skal gera tillögu um árgjöld til þess og leggja fyrir aðalfund. Árgjöld skulu greiðast fyrirfram eitt ár í senn.

8. gr. Brottrekstur, agaviðurlög: Berist ráðinu kvörtun vegna vansæmandi hegðunar eða óheiðarlegra viðskiptahátta félagsmanns, skal hún þegar rædd á lokuðum fundi stjórnar. Telji 2/3 hlutar þeirra stjórnarmanna, sem um málið fjalla, ástæðu til, skal framkvæmdastjóri tilkynna viðkomandi félagsmanni um framkomna kvörtun og gefa honum færi á að halda uppi vörnum á fundi stjórnar. Meirihluti stjórnamanna sem viðstaddir eru ákveður hvort félagsmaður skuli sæta brottrekstri eða öðrum agaviðurlögum, eða hvort kvörtuninni skuli vísað frá.

Greiði félagsmaður ekki félagsgjöld tvö ár í röð, skal framkvæmdastjóri krefja viðkomandi greiðslu með kröfubréfi, sem senda skal í ábyrgð. Jafnframt skal viðkomandi félagsmaður aðvaraður um að hafi greiðsla ekki borist innan níutíu (90) daga frá dagsetningu kröfubréfs, verði hann felldur af félagaskrá.

 

KAFLI IV

Fundir

9. gr. Ársfundir: Ársfundur ráðsins skal haldinn fyrir lok maí ár hvert.

10. gr. Aukafundir: Berist framkvæmdarstjórn eða stjórnarformanni skrifleg krafa frá eigi færri en 10 meðlimum skal stjórnarformaður láta boða til aukafundar í ráðinu, enda sé fundarefnis getið í kröfubréfinu.

11. gr. Fundarboð: Framkvæmdarstjóri skal eigi síðar en 15 dögum fyrir ársfund eða 7 dögum vegna aukafunda, senda hverjum félaga í ráðinu fundarboð, þar sem fram komi fundarstaður og fundartími. Þegar um aukafundi er að ræða, skal auk þess geta fundarefnis. Á aukafundum verða eingöngu tekin til afgreiðslu þau mál sem getið er í fundarboði.

12. gr. Ályktunarhæfni: Sérhver fundur ráðsins, hvorheldur ársfundur eða aukafundur, er ályktunarhæfur sé löglega til hans boðað.

13. gr. Atkvæði: Sé annars eigi getið í samþykktum þessum, gildir afl atkvæða þeirra félagsmanna sem viðstaddir eru.

14. gr. Dagskrá fundar: Dagskrá ársfundar skal vera þannig:

  1. Fundargerð síðasta fundar.
  2. Stjórn félagsins skýrir frá störfum félagsins.
  3. Stjórn félagsins leggur fram endurskoðaða reikninga fyrir síðasta ár.
  4. Skýrslur fastanefnda (ef einhverjar)
  5. Skýrslur sérnefnda (ef einhverjar)
  6. Kjör formanns og /eða fimm stjórnarmanna til þriggja ára.
  7. Kjör skoðunarmanns.
  8. Önnur mál.
  9. Næsti fundur.
  10. Fundarslit.

 

KAFLI V

Stjórn

15. gr. Fjöldi stjórnarmanna og hæfi: Stjórn ráðsins skal skipuð 5 mönnum. Stjórnarhæfi er bundið við félaga í Íslensk-kínverska viðskiptaráðinu sem hafa óflekkað mannorð

16. gr. Stjórn ráðsins skipa formaður, varaformaður,gjaldkeri ásamt tveimur meðstjórnendum. Jafnframt velur stjórnin einn mann,framkvæmdastjóra, sem hefur heimild til að koma fram fyrir hönd ráðsins.

17. gr. Stjórn: Stjórn ráðsins skal annast daglegan rekstur ráðsins og kemur fram fyrir þesshönd.

18. gr. Kosning og kjörtímabil: Kjörtímabil stjórnarmanna skal vera tvö ár. Tveir stjórnarmenn skulu vera kjörnir í senn. Formaður skal vera kjörinn sérstaklega og er kjörtímabil hans 3 ár

19. gr. Réttindi og skyldur formanns: Formaður fer með æðsta framkvæmdarvald í ráðinu. Hann stjórnar fundum þess, og tekur sjálfkrafa sæti í þeim nefndum sem stjórnin skipar. Enginn má gegna starfi formanns lengur en sex ár í röð.

20. gr. Réttindi og skyldur varaformanns: Varaformaður sinnir störfum formanns í fjarveru hans.

21. gr. Réttindi og skyldur gjaldkera: Gjaldkeri hefur með höndum fjárreiður ráðsins. Hann skal sjáum innheimtur gjalda og vörslu þeirra svo og þeirra fjármuna sem til ráðsins berast. Hann skal gera stjórn grein fyrir fjárhagsaðstöðu ráðsins á reglulegum fundum hennar. Hann skal sjá um að bókhald sé haldið í samræmi viðlög og reglur, og leggja ársreikninga ráðsins fyrir stjórn og félagsmenn.

22. gr. Réttindi og skyldur framkvæmdastjóra: Framkvæmdasstjóri varðveitir innsigli ráðsins og stimpil. Hann skal og undirrita öll skjöl, félagsskírteini og önnur opinber gögn ásamt formanni. Að öðru leyti fer um völd hans eftir ákvörðun stjórnar hverju sinni. Stjórnin hefur eftirlit með starfi framkvæmdastjóra.

23. gr. Losni sæti í stjórn ráðsins, skulu stjórnarmenn á næsta reglulega fundi, eða aukafundi sem halda skal svo fljótt sem auðið er, velja nýjan stjórnarmann til setu útkjörtímabil.

24. gr. Greiðslur:Stjórnarmenn eiga ekki rétt á greiðslum fyrir fundarsetu eða ferðakostnað vegna fundarhalda.

25. gr. Brottvikning:Víkja má stjórnarmanni úr sæti, greiði þrír stjórnarmanna tillögu þessa efnisatkvæði sitt og tillögunnar hafi verið getið í fundarboði

KAFLIVI

Stjórnarfundir

26. gr. Reglulegir fundir: Strax að loknum ársfundi ráðsins skal hin nýkjörna stjórn skipta með sérverkum.

27. gr. Aukafundirstjórnar: Aukafundi skal halda að boði stjórnarformanns eða skv. skriflegri kröfu stjórnarmanna, þar sem getið er tilefnis fundarins. Framkvæmdastjóri boðar til fundarins með skriflegu fundarboði til stjórnarmanna með minnst sjö (7) daga fyrirvara. Geta skal fundarefnis í fundarboði. Á aukafundum verða eingöngu tekin til afgreiðslu þau mál sem getið er í fundarboði.

28. gr. Ályktunarhæfistjórnar: Stjórn er ákvörðunarbær ef 3 stjórnarmenn eru mættir.

29. gr.Atkvæðagreiðsla: Sé ekki annars getið, ræður afl atkvæða afgreiðslu mála, hvortheldur er á reglulegum fundum eða aukafundum, enda sé stjórn ákvörðunarbær.

KAFLIVIII

Aðsetur

30. gr. Íslensk -kínverska viðskiptaráðið hefur aðsetur sitt hjá Félagi atvinnurekenda í Húsi verslunarinnar, 103 Reykjavík.

KAFLIIX

Breytingar

31. gr. Allar tillögur um breytingar á samþykktum þessum skulu sendar stjórn ráðsins. Sé stjórnin samþykk breytingartillögum skulu þær lagðar fyrir félagsmenn á næsta ársfundi eða aukafundi ráðsins. Breytingartillögur skulu sendar meðlimum ráðsins meðfundarboði í samræmi við 11. gr. samþykktanna.

Til breytinga á samþykktum þessum þarf atkvæði tveggja þriðju (2/3) hluta þeirra félagsmanna sem fund sækja.

Stjórn ÍKV

  • Jónína Bjartmarz, formaður
  • Einar Rúnar Magnússon
  • Guðmundur Ingason
  • Guðmundur R. Sigtryggsson
  • Hrönn Margrét Magnúsdóttir

Starfsfólk ÍKV:

Enginn starfsmaður er skráður.

Umsókn um aðild að viðskiptaráðinu

Fyrirtækjum er raðað í gjaldflokka eftir fjölda starfsmanna. Í fyrsta flokki eru fyrirtæki með færri en 50 starfsmenn 1. fl. kr. 15.000. Í öðrum flokki eru fyrirtæki með 50 starfsmenn eða fleiri 2.fl. kr. 30.000.

Gjaldflokkur

10 + 8 =

Íslensk Kínverska Viðskiptaráðið

Hús verslunarinnar

Kringlunni 7

103 Reykjavík

+354 5888910

[email protected]

12 + 15 =

Share This