Upplýsingar um kína

Íbúafjöldi: 

1,44 milljarður (2020)

Landsstærð: 

9.596.960 km²

Stjórnkerfi: 

Alþýðulýðveldi

Opinbert tungumál: 

Mandarín kínverska (普通话 putonghua) en munur á mállýskum innan Kína er í sumum tilfellum svo mikill að líkja mætti þeim við mismunandi tungumál í evrópsku samhengi.

Trú: 

Trúleysi er útbreitt en fjöldi fólks leggur rækt við athafnir sem eiga uppruna sinn í búddisma, daóisma, alþýðutrú og konfúsíanisma.

Kristnum hefur fjölgað en eru líklega um færri en 5%.

Áhangendur Íslam eru innan við 2%. Þeir eru annars vegar Hui-þjóðarbrot sem er fjölmennast í héruðunum Ningxia og Gansu og svo hinsvegar þjóðarbrot Úígúra í Xinjiang-héraði en um er að ræða afar ólíka hópa.

Höfuðborg: 

Beijing 北京 (áður umskrifað Peking).

Náttúruauðlindir: 

Kol, járn, jarðolía, gas, kvikasilfur, tin, stál, málmur, mangan, seguljárnsteinn, ál, úran, blý, sink, vatnsorka.

Útflutningsvörur: 

Vélbúnaður og tæki, húsgögn, plasthlutir ýmiskonar, bifreiðar, vefnaðarvara, sjón- og lækningartæki fyrir heilbrigðisgeirann, járn og stál.

Innflutningur: 

Vélbúnaður og tæki, olía og eldsneyti, plast, sjón- og lækningartæki fyrir heilbrigðisgeirann, lífræn efni, járn og stál.

Nágrannaríki

Afganistan 76 km, Bútan 470 km, Mjanmar (Búrma) 2,185 km, Indland 3,380 km, Kasakstan 1,533 km, N-Kórea 1,416 km, Kirgistan 858 km, Laos 423 km, Mongólía 4,677 km, Nepal 1,236 km, Pakistan 523 km, Rússland (norðaustur: 3605 km, norðvestur: 40 km, Tadsíkistan 414 km, Víetnam 1,281 km.

Gjaldmiðill: 

Yuan 元 (nefnt renminbi í daglegu máli).

Þjóðhátíðardagur: 

Kínverjar hafa 7 lögbundin frí á ári hverju sem eru breytileg ár frá ári vegna þess að hluti þeirra fylgir hefðbundnu tungldagatali Kínverja en ekki gregoríska tímatalinu sem mestallur heimurinn notar í dag. 

Einföld netleit af „chinese holidays“ getur sagt hvenær dagarnir eru á hverju ári.

Kínverskir hátíðisdagar og aðrir frídagar:

  • Nýársdagur (kín. 元旦): 1.janúar samkvæmt okkar gregoríska tímatali er frídagur.
  • Kínverska nýárið/ vorhátíðin (e. Chinese New Year/ Spring Festival, kín.春节): er breytileg ár frá ári vegna þess að byrjun þess fylgir kínverska tungldagatalinu. Hátíðin byrjar á fullu tungli milli 21sta janúar og 20sta febrúar og varir í viku. Þetta er hátíð sem hefur álíka mikilvægi og jólin í hinum vestræna heimi.
  • Qingming hátíðin (e. tomb sweeping day, kín. 清明节): er á 15nda degi eftir vorjafndægur og er því iðulega í byrjun apríl.
  • Alþjóðlegi verkalýðsdagurinn 1. maí (e. labour day, kín. 劳动节): er frídagur og hefur mikilvægan sess vegna tengingar við baráttusögu kommúnistaflokksins.
  • Drekabátahátíðin (e. Dragon boat festival, kín. 端午节): er á fimmta degi fimmta tunglmánaðar og er því yfirleitt einhvern tímann frá lokum maí til loka júlí.
  • Mið-haust hátíðin (e. Mid-autumn Festival, kín. 中秋節): er á fimmtánda degi 8nda mánaðar þ.e. fullu tungli og er því frá miðjum september til byrjun október.
  • Þjóðhátíðardagurinn (kín. 国庆节): er alltaf 1. október og tengist gullvikunni sem nefnd er hér að neðan.
  • Gullvikan (e. Golden Week, kín. 黄金周): er sjö til átta daga frí milli tveggja helga. Þetta frí var upphaflega ætlað til að auka ferðalög Kínverja innanlands og þar með neyslu innanlands en þykir nú vinsæll tími fyrir Kínverja til að ferðast erlendis (eins og t.d. til Íslands).

Íslensk Kínverska Viðskiptaráðið

Hús verslunarinnar

Kringlunni 7

103 Reykjavík

+354 5888910

[email protected]

8 + 14 =

Share This