FRÉTTIR

Tveir nýir stjórnarmenn komu inn í stjórn Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins á aðalfundi ráðsins í vikunni, þeir Guðmundur R. Sigtryggsson framkvæmdastjóri Xco og Guðmundur Ingason framkvæmdastjóri G. Ingason. Úr stjórn gengu þeir Ársæll Harðarson, fyrrverandi forstöðumaður hjá Icelandair, og Stefán S. Guðjónsson forstjóri Lindsay, en báðir hafa verið í stjórn um árabil og Stefán tengst starfsemi ráðsins allt frá stofnun þess árið 1995.

Í stjórn sitja nú, auk Guðmundanna tveggja, Jónína Bjartmarz, formaður og framkvæmdastjóri Okkar kvenna í Kína, Einar Rúnar Magnússon framkvæmdastjóri Bingdao og Hrönn Margrét Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Feel Iceland.

Ný stjórn ÍKV. Frá vinstri: Hrönn Margrét Magnúsdóttir, Einar Rúnar Magnússon, Jónína Bjartmarz, Guðmundur Ingason og Guðmundur R. Sigtryggsson.

Umsókn um aðild að viðskiptaráðinu

Fyrirtækjum er raðað í gjaldflokka eftir fjölda starfsmanna. Í fyrsta flokki eru fyrirtæki með færri en 50 starfsmenn 1. fl. kr. 15.000. Í öðrum flokki eru fyrirtæki með 50 starfsmenn eða fleiri 2.fl. kr. 30.000.

Gjaldflokkur

11 + 1 =

Íslensk Kínverska Viðskiptaráðið

Kirkjubraut 40

300 Akranes

[email protected]

[email protected]

15 + 6 =