FRÉTTIR

Í tilefni af kínversku áramótunum efna Íslensk-kínverska viðskiptaráðið (ÍKV), Kínversk-íslenska menningarfélagið (KÍM) og sendiráð Kína á Íslandi til áramótafagnaðar 2. febrúar næstkomandi. Við fögnum ári kanínunnar, sem verður þá nýgengið í garð.

Kvöldverðurinn verður haldinn í Höfuðstöðinni, Rafstöðvarvegi 1a (gömlu kartöflugeymslunum í Elliðaárdal) og hefst kl. 19.

Viðburðurinn hefst með ávarpi sendiherra Kína, He Rulong, og stendur sendiráðið í framhaldi af því fyrir kynningu á vörusýningunni fjölsóttu, China Import Expo í Sjanghæ, sem fjöldi Íslendinga hefur sótt í áranna rás.

Matseðill
Í boði er kínverskur matur frá veitingastaðnum Tian fyrir 6.000 krónur á mann. Réttirnir eru eftirfarandi:

Höfuðstöðin í Elliðaárdal.
  • Stökk Peking-önd (með hveitiköku, agúrku, vorlauk og sósu)(烤鸭。鸭饼,黄瓜,葱)
  • Lambakjöt að hætti Mongólíu (自然羊肉)
  • Vorrúllur(春卷)
  • Kung pao-kjúklingur(宫宝鸡)
  • Heimatilbúið tófú (家常豆腐)
  • Steiktir dumplings (fylltar hveitibollur)( 煎饺子)
  • Pönnusteikt grænmeti.(炒蔬菜)
  • Djúpsteiktar rækjur (炸虾)
  • Te (茶)

 

Meðan á borðhaldi stendur mun Xiaohang Liu leika á kínverska hljóðfærið Guzheng.

Áramótafagnaðurinn er nú haldinn í fyrsta sinn síðan 2020. Við hvetjum félagsmenn ÍKV og KÍM eindregið til að mæta vel og bjóða maka eða öðrum félaga með.

Leiðbeiningar um akstur að Höfuðstöðinni.

Skráning fer fram á vef Félags atvinnurekenda. Nauðsynlegt er að skrá sig fyrir 30. janúar næstkomandi.

Umsókn um aðild að viðskiptaráðinu

Fyrirtækjum er raðað í gjaldflokka eftir fjölda starfsmanna. Í fyrsta flokki eru fyrirtæki með færri en 50 starfsmenn 1. fl. kr. 15.000. Í öðrum flokki eru fyrirtæki með 50 starfsmenn eða fleiri 2.fl. kr. 30.000.

Gjaldflokkur

12 + 3 =

Íslensk Kínverska Viðskiptaráðið

Kirkjubraut 40

300 Akranes

[email protected]

[email protected]

7 + 15 =