FRÉTTIR

Ágætu félagsmenn í Íslensk-kínverska viðskiptaráðinu.

Í tilefni af kínversku áramótunum 2024 efnum við í samstarfi við KÍM, Kínversk-íslenska menningarfélagið,  til áramótafagnaðar fimmtudaginn 8. febrúar n.k. Þar fögnum við saman  ári drekans, sem þá verður nýgengið í garð. 

Kvöldverðurinn verður haldinn á veitingahúsinu Shanghai í Pósthússtræti 13, við hliðina á Hótel Borg og hefst kl. 19. 

Auk ávarps sendiherra Kína á Íslandi, He Rulong, þá hlýðum við á frásagnir félaga okkar og njótum tónlistar!

Beatriz García – Samskiptastjóri Huawei á Íslandi segir frá ævintýrinu sínu í Shanghæ og Peking þar sem hún eignaðist fyrsta barnið sitt, stofnaði bardagaíþróttarskóla og varð ástfangin af Kína.

Arnar Steinn – formaður kínversk-íslenska menningarfélagsins mun segja frá námsárum sínum og ævintýrum á árunum 2001-2006 þegar hann bjó í Guangzhou í Suður Kína.

Jakob Frímann  tónlistar – og alþingismaður rifjar upp Kínafõr Stuðmanna árið 1986 með nokkrum vel võldum sõngvum og frásõgnum.

Í boði verða vinsælir kínverskir réttir  fyrir kr. 6.500 pr. mann:

Fried spring rolls & prawn crackers 春卷&虾片   – Deep fried shrimps 炸虾   – Honey glazed Pork 蜜汁猪   – Kung Pao Chicken 宫保鸡 – Crispy duck with Beijing sauce 脆皮鸭配北京甜酱 – Black pepper beef 黑胡椒牛肉   – Shredded pork w garlic sauce 蒜爆猪肉 – Fried noodles with vegetables 素炒面 – Tofu with Sichuan sauce 四川豆腐
Include tea – rice – fruits  茶+米饭+水果 含

Við hlökkum til að eiga hlýja og notalega stund saman á Shanghai þann 8. feb.  n.k. – Við  hvetjum eindregið alla félaga í íKV og KÍM til að mæta vel og bjóða gesti/gestum með sér. 

Vinsamlegast skráið ykkur og gesti ykkar HÉR  á vef ÍKV – fyrir 6. febrúar n.k.   

Ef einhverjar spurningar um þennan viðburð vakna þá bendum ykkur við á netfangið [email protected]

Stjórn ÍKV  

Umsókn um aðild að viðskiptaráðinu

Fyrirtækjum er raðað í gjaldflokka eftir fjölda starfsmanna. Í fyrsta flokki eru fyrirtæki með færri en 50 starfsmenn 1. fl. kr. 15.000. Í öðrum flokki eru fyrirtæki með 50 starfsmenn eða fleiri 2.fl. kr. 30.000.

Gjaldflokkur

2 + 10 =

Íslensk Kínverska Viðskiptaráðið

Kirkjubraut 40

300 Akranes

[email protected]

[email protected]

7 + 11 =