FRÉTTIR

Morgunverðarerindi og aðalfundur


Kápa bókarinnar

Íslensk-kínverska viðskiptaráðið heldur aðalfund sinn þriðjudaginn 31. maí næstkomandi. Áður en hefðbundin aðalfundarstörf hefjast heldur Ragnar Baldursson,  sendiráðunautur í sendiráði Íslands í Peking, erindi undir yfirskriftinni „Framtíð Kína í fortíðarljósi“. Ragnar kynnir meðal annars nýútkomna bók sína, Ninteen Seventy-Six, Penguin China Special. Bókin fjallar um atburði ársins þegar Mao formaður lést en Ragnar var þá nýkominn til náms í Pekingháskóla.

Fundurinn hefst kl. 8.30 með erindi Ragnars, sem er öllum opið. Að því loknu verða fyrirspurnir og umræður. Um kl. 9.30 hefjast venjuleg aðalfundarstörf.

Dagskrá aðalfundar ÍKV

1.     Fundargerð síðasta fundar.

2.     Stjórn félagsins skýrir frá störfum félagsins.

3.     Stjórn félagsins leggur fram endurskoðaða reikninga fyrir síðasta ár.

4.     Kjör formanns og/eða fimm stjórnarmanna til þriggja ára.

5.     Kjör skoðunarmanns.

6.     Önnur mál.

7.     Næsti fundur.

8.     Fundarslit.

Fundurinn verður haldinn í fundarsal Félags atvinnurekenda á 9. hæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7. Morgunverður er í boði á fundinum. Skráning á fundinn er á síðu Félags atvinnurekenda, hér. Athugið að velja réttan viðburð.

Umsókn um aðild að viðskiptaráðinu

Fyrirtækjum er raðað í gjaldflokka eftir fjölda starfsmanna. Í fyrsta flokki eru fyrirtæki með færri en 50 starfsmenn 1. fl. kr. 15.000. Í öðrum flokki eru fyrirtæki með 50 starfsmenn eða fleiri 2.fl. kr. 30.000.

Gjaldflokkur

1 + 4 =

Íslensk Kínverska Viðskiptaráðið

Hús verslunarinnar

Kringlunni 7

103 Reykjavík

+354 5888910

[email protected]

4 + 8 =