FRÉTTIR

Viðskiptatækifæri í Hebei

Hebei-hérað er í Norður-Kína

Viðskiptasendinefnd frá Hebei-héraði í Kína heimsótti í morgun Íslensk-kínverska viðskiptaráðið, sem hýst er á skrifstofum Félags atvinnurekenda. Yfirvöld og fyrirtæki í Hebei, sem er 70 milljóna manna hérað umhverfis höfuðborgina Peking, hafa áhuga á auknum viðskiptum við Ísland.

Á meðal fyrirtækja í sendinefndinni er Chengde KuangGang Supermarket Group, en forsvarsmenn þess fyrirtækis hafa áhuga á að flytja inn bæði sjávarafurðir og landbúnaðarvörur, einkum kjötvöru, frá Íslandi.

Chengde Yaou Nuts & Seeds er einn stærsti framleiðandi Kína á hnetum, möndlum og fræjum ýmiss konar og leitar markaða á Íslandi og víðar. 

Þá er í sendinefndinni fulltrúi Hebei Shuikang Seat Co., en það fyrirtæki framleiðir sæti fyrir íþróttaleikvanga, leik- og kvikmyndahús og til fleiri nota.

Áhugasamir geta nálgast frekari upplýsingar um viðskiptasendinefndina og einstök fyrirtæki hjá skrifstofu FA. 

Umsókn um aðild að viðskiptaráðinu

Fyrirtækjum er raðað í gjaldflokka eftir fjölda starfsmanna. Í fyrsta flokki eru fyrirtæki með færri en 50 starfsmenn 1. fl. kr. 15.000. Í öðrum flokki eru fyrirtæki með 50 starfsmenn eða fleiri 2.fl. kr. 30.000.

Gjaldflokkur

5 + 15 =

Íslensk Kínverska Viðskiptaráðið

Hús verslunarinnar

Kringlunni 7

103 Reykjavík

+354 5888910

[email protected]

2 + 9 =