FRÉTTIR

Borgarsýn úr héraðshöfuðborginni Wuhan

Fjölmenn viðskiptasendinefnd frá Hubei-héraði í Kína átti í gær fund með stjórn Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins, sem Félag atvinnurekenda hýsir og rekur. Sendinefndin var skipuð jafnt embættismönnum frá héraðsstjórninni í Hubei og forsvarsmönnum ýmissa fyrirtækja sem starfa í héraðinu, en í Hubei búa um 60 milljónir manna, álíka margir og á Ítalíu. Á meðal umræðuefna á fundinum voru gagnkvæm viðskipti og fjárfestingar, en sérstaklega var rætt um aukin matvöruviðskipti milli Íslands og Kína, útflutning Íslendinga á jarðhitatækni og -þekkingu til Kína og möguleika á beinu flugi á milli landanna.

 Hubei-hérað er fyrir miðju Kína

Umsókn um aðild að viðskiptaráðinu

Fyrirtækjum er raðað í gjaldflokka eftir fjölda starfsmanna. Í fyrsta flokki eru fyrirtæki með færri en 50 starfsmenn 1. fl. kr. 15.000. Í öðrum flokki eru fyrirtæki með 50 starfsmenn eða fleiri 2.fl. kr. 30.000.

Gjaldflokkur

12 + 8 =

Íslensk Kínverska Viðskiptaráðið

Kirkjubraut 40

300 Akranes

[email protected]

[email protected]

15 + 5 =