FRÉTTIR

Frummælendur á fundinum. Joakim, Valdís, Ágúst, Óskar og David.

Kínverjar eru duglegir að selja Íslendingum vörur á netinu en viðskiptin í hina áttina eru ekki eins mikil. Mörg íslensk fyrirtæki telja vörurnar sínar eiga erindi við kínverska markaðinn en flestir reka sig á að málið er mun flóknara en að opna bara sölusíðu á netinu. Hvað þarf að gera til að koma vörunni sinni á framfæri við kínverska neytendur? Um það fjöllum við á morgunverðarfundi Íslandsstofu og Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins (ÍKV) sem haldinn verður í tengslum við aðalfund ÍKV þriðjudaginn 24. maí næstkomandi, kl. 8.30.

Dagskrá

8.30 Cracking the complex code – how to succeed with e-commerce in China
Joakim Abeleen, viðskiptafulltrúi og markaðsstjóri Business Sweden í Kína

9.00 Víðtæk aðstoð við vöxt erlendis – Samstarf Íslandsstofu og Business Sweden
Ágúst Sigurðarson, fagstjóri útflutningsþjónustu hjá Íslandsstofu

9.20 Er hægt að selja Kínverjum fisk á netinu?
Valdís Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri Breiðar þróunarfélags og áður framkvæmdastjóri Blámars

9.40 Frá hugmynd til netverslunar í Kína
Óskar Þórðarson, meðstofnandi og framkvæmdastjóri Omnom Chocolate

10.00 How to make an Icelandic brand work in the China market
David Tong Li, stjórnarformaður Ísmoli Marketing Group

Fundurinn verður haldinn í fundarsal Félags atvinnurekenda á 9. hæð í Húsi verslunarinnar kl. 8.30-10.15. Léttur morgunverður er í boði. Sætafjöldi er takmarkaður og því nauðsynlegt að skrá sig á vef Félags atvinnurekenda.

 

Umsókn um aðild að viðskiptaráðinu

Fyrirtækjum er raðað í gjaldflokka eftir fjölda starfsmanna. Í fyrsta flokki eru fyrirtæki með færri en 50 starfsmenn 1. fl. kr. 15.000. Í öðrum flokki eru fyrirtæki með 50 starfsmenn eða fleiri 2.fl. kr. 30.000.

Gjaldflokkur

10 + 4 =

Íslensk Kínverska Viðskiptaráðið

Kirkjubraut 40

300 Akranes

[email protected]

[email protected]

7 + 7 =