FRÉTTIR

Framtíð viðskipta Íslands & Kína í brennidepli: ÍKV og IBF hefja samstarf

by | sep 4, 2025 | Fréttir | 0 comments

Íslensk-kínverska viðskiptaráðið (ÍKV) fagnar því nú að 30 ár eru liðin frá stofnun þess. Félagið hefur á undanförnum mánuðum gengið í endurnýjun lífdaga með umtalsverðri fjölgun félagsmanna/aðildarfyrirtækja.

Nýjar samþykktir og skýrari markmið

Með nýjum samþykktum er m.a. gerð sú breyting að stjórnarmönnum er fjölgað úr 5 í 7 og skýrar kveðið á um tilgang og markmið með starfinu, þ.e. „að viðhalda og efla núverandi viðskiptatengsl milli Íslands og Kína og stuðla að nýjum og vinna almennt að því að auka tengsl fyrirtækja landanna.

Jafnframt að efla hvers konar tengsl á sviði menntunar og menningar.” Þessum markmiðum hyggst félagið ná með funda- og ráðstefnuhaldi, gagnkvæmum heimsóknum aðila í viðskiptalífi beggja landanna, þátttöku í vörusýningum og öðru sem miðar að því að styðja félagsmenn í sókn á markaði í Kína og stuðla að virkum tengslum og miðlun upplýsinga, þekkingar og reynslu þeirra á milli.

Jónína form. ÍKV og Biggi form. IBF

Samstarf við Iceland Business Forum

Á fundi stjórnar ÍKV nýlega með Bigga Stefánssyni, formanni Iceland Business Forum (IBF) í Kína, var ákveðið að koma á virku og traustu samstarfi félaganna.

Markmið IBF, sem starfar í nánu samstarfi við sendiráð Íslands í Kína, eru í stórum dráttum þau sömu og ÍKV, en félagar þess eru íslensk fyrirtæki sem þegar starfa vítt og breytt um Kína á fjölbreyttum sviðum verslunar og þjónustu.

Viðburðir framundan

Málstofa í Reykjavík 8. október

Fyrsta sameiginlega verkefni félaganna er að skipuleggja og undirbúa málstofu með stuðningi nokkurra aðildarfélaga ÍKV, sem haldin verður í Reykjavík 8. okt. n.k.

Málstofan fjallar um breytta heimsmynd í alþjóðastjórnmálum með áherslu á alþjóðaviðskipti og framtíð viðskipta Íslands og Kína: ,,Shifting Winds in Geopolitics and Commerce – The future of Iceland-China Trade relations.”

Alþjóðlegir sérfræðingar munu varpa ljósi á stöðu Kína og hvernig hagkerfi þess er að verða leiðandi í frjálsum viðskiptum. Málstofunni er jafnframt ætlað að upplýsa um tækifærin sem felast í viðskiptum á milli Kína og Íslands á tímum þar sem tollar og haftastefnur virðast vera að sækja í sig veðrið á ólíklegustu stöðum.

Ráðstefna í Shanghai um miðjan október

Í annan stað er stefnt að því í samstarfi félaganna að stuðla að þátttöku íslenskra fyrirtækja í ráðstefnu í Shanghai um miðjan okt. n.k.

Þátttakendur yrðu fyrirtæki sem nú þegar eru með starfsemi í Kína sem og önnur íslensk fyrirtæki með áhuga á öflun viðskiptasambanda í Kína. Einnig eru áform um að skipuleggja heimsóknir til áhugaverðra kínverskra fyrirtækja í Shanghai samhliða ráðstefnunni.

Umsókn um aðild að viðskiptaráðinu

Fyrirtækjum er raðað í gjaldflokka eftir fjölda starfsmanna. Í fyrsta flokki eru fyrirtæki með færri en 50 starfsmenn 1. fl. kr. 15.000. Í öðrum flokki eru fyrirtæki með 50 starfsmenn eða fleiri 2.fl. kr. 30.000.

Gjaldflokkur

11 + 3 =

Íslensk Kínverska Viðskiptaráðið

Kirkjubraut 40

300 Akranes

[email protected]

[email protected]

15 + 15 =