FRÉTTIR

Einar Rúnar Magnússon

Stjórnarkjör fór fram á aðalfundi Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins í dag. Kjörtímabil tveggja meðstjórnenda var útrunnið og gáfu bæði kost á sér til endurkjörs, þau Jóhann Y. Xiang, framkvæmdastjóri Asiais, og Hrönn Margrét Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Ankra / Feel Iceland. Auk þeirra gaf Einar Rúnar Magnússon, framkvæmdastjóri Bingdao, kost á sér til stjórnarsetu. Atkvæði féllu þannig að Einar Rúnar og Hrönn Margrét voru kjörin til tveggja ára. Einar Rúnar sat áður í stjórn ÍKV 2018-2021.

Á fundinum þökkuðu Jónína Bjartmarz, formaður ÍKV, og Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Jóhanni fyrir langt og farsælt samstarf, en hann hefur setið í stjórn ÍKV frá árinu 2006.

Auk Jónínu, Einars og Hrannar sitja Stefán Sigurður Guðjónsson, forstjóri John Lindsay, og Ársæll Harðarson, svæðisstjóri hjá Icelandair, í stjórn ÍKV.

Umsókn um aðild að viðskiptaráðinu

Fyrirtækjum er raðað í gjaldflokka eftir fjölda starfsmanna. Í fyrsta flokki eru fyrirtæki með færri en 50 starfsmenn 1. fl. kr. 15.000. Í öðrum flokki eru fyrirtæki með 50 starfsmenn eða fleiri 2.fl. kr. 30.000.

Gjaldflokkur

2 + 4 =

Íslensk Kínverska Viðskiptaráðið

Kirkjubraut 40

300 Akranes

[email protected]

[email protected]

12 + 11 =