FRÉTTIR

Framkvæmdastjóri og stjórnarmenn ÍKV með sendinefndinni frá Dalian

Viðskiptasendinefnd frá Dalian í Kína, sem heimsótti ÍKV í síðustu viku, býður íslenskum fyrirtækjum ókeypis bása á vörusýningu sem fram fer í borginni í maí næstkomandi. Sýningin kallast á ensku „The 32nd Dalian Import an Export Commodities Fair“ og verður haldin 17.-20. maí 2018.

 

Sendinefndin átti fund með stjórn og framkvæmdastjóra Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins og setti þar fram þetta góða boð. Einn af aðstandendum sýningarinnar er Alþjóðaviðskiptaráð Kína, CCPIT, sem er samstarfsaðili ÍKV.

 

Nánari upplýsingar er að finna á vef Félags atvinnurekenda. Fyrirspurnir um sýninguna og fyrirkomulag hennar má senda á Cheng Gang, [email protected].

Umsókn um aðild að viðskiptaráðinu

Fyrirtækjum er raðað í gjaldflokka eftir fjölda starfsmanna. Í fyrsta flokki eru fyrirtæki með færri en 50 starfsmenn 1. fl. kr. 15.000. Í öðrum flokki eru fyrirtæki með 50 starfsmenn eða fleiri 2.fl. kr. 30.000.

Gjaldflokkur

10 + 13 =

Íslensk Kínverska Viðskiptaráðið

Kirkjubraut 40

300 Akranes

[email protected]

[email protected]

10 + 3 =