FRÉTTIR

Kæru félagsmenn í ÍKV
 

Í tilefni af kínversku áramótunum 2025 ‏efnum við, Íslensk-kínverska viðskiptaráðið ásamt Kínversk
íslenska menningarfélaginu, til áramótafagnaðar fimmtudaginn 6. febrúar n.k. og fögnum ári
snáksins, sem þá verður n‎‎ýgengið í garð.

Kvöldverðurinn verður haldinn að Eyjafjallajökli á Center Hótel Plaza, Aðalstræti 4, 101 Rvk. – og hefst kl. 19:00.
 
Sendiherra Kína á Íslandi, He Rulong, mun ávarpa félagsmenn og gesti okkar en auk hans mun Sveinn K. Einarsson deildarstjóri hjá utanríkisráðuneytinu segja frá fjölbreyttri reynslu sinn sem námsmaður, viðskiptamaður og diplómati í Kína.

Þá mun tónlistarkonan Liu Xiaohuang leika nokkur lög fyrir gesti á hljóðfærið guzheng, til að ramma inn stemmninguna!Í boði verða kínversku réttirnir sem eru einna vinsælastir á Íslandi, sjá matseðil hér að neðan* – og verðið er kr. 6.900 á mann.


Við hvetjum félagsmenn til að fjölmenna og bjóða með sér gestum til að fagna kínverska nýárinu saman og með sendiherranum og öðrum vinum okkar úr kínverska sendiráðinu.
Skráning fer fram með greiðslu fyrir kvöldverðinn, kr. 6.900 inn á reikning 0515-26- 406777, kt. 481195-2099 – fyrir 4. feb. n.k.
Ath. – Hvorki verður hægt að skrá og greiða síðar né á staðnum.
*Matseðill:

猪肉蔬菜饺子 – Heimagerðir dumplings með svínahakki og grænmeti
宫保鸡丁 – Kungpao kjúklingur
歌乐山辣鸡翅 – Spicy kjúklingavængir Sichuan style
北京烤鸭 – Peking önd með pönnukökum og meðlæti
油炸虎虾配酱汁 – Tígrisrækjur djúpsteiktar með sósu
红烧牛肉 – Braised nautakjöt
Hlökkum til að sjá ykkur sem allra flest og munið að það er velkomið að bjóða með sér gestum.
Umsókn um aðild að viðskiptaráðinu

Fyrirtækjum er raðað í gjaldflokka eftir fjölda starfsmanna. Í fyrsta flokki eru fyrirtæki með færri en 50 starfsmenn 1. fl. kr. 15.000. Í öðrum flokki eru fyrirtæki með 50 starfsmenn eða fleiri 2.fl. kr. 30.000.

Gjaldflokkur

2 + 10 =

Íslensk Kínverska Viðskiptaráðið

Kirkjubraut 40

300 Akranes

[email protected]

[email protected]

5 + 4 =