
Í tilefni af kínversku áramótunum 2025 efnum við, Íslensk-kínverska viðskiptaráðið ásamt Kínversk
íslenska menningarfélaginu, til áramótafagnaðar fimmtudaginn 6. febrúar n.k. og fögnum ári
snáksins, sem þá verður nýgengið í garð.

Þá mun tónlistarkonan Liu Xiaohuang leika nokkur lög fyrir gesti á hljóðfærið guzheng, til að ramma inn stemmninguna!Í boði verða kínversku réttirnir sem eru einna vinsælastir á Íslandi, sjá matseðil hér að neðan* – og verðið er kr. 6.900 á mann.
Við hvetjum félagsmenn til að fjölmenna og bjóða með sér gestum til að fagna kínverska nýárinu saman og með sendiherranum og öðrum vinum okkar úr kínverska sendiráðinu.
猪肉蔬菜饺子 – Heimagerðir dumplings með svínahakki og grænmeti
宫保鸡丁 – Kungpao kjúklingur
歌乐山辣鸡翅 – Spicy kjúklingavængir Sichuan style
北京烤鸭 – Peking önd með pönnukökum og meðlæti
油炸虎虾配酱汁 – Tígrisrækjur djúpsteiktar með sósu
红烧牛肉 – Braised nautakjöt