FRÉTTIR

Frá heimsókn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra í orkuver Sinopec Green Energy í Xiongan síðastliðið haust. Orkuverið er samstarfsverkefni Arctic Green Energy og ríkisorkufyrirtækisins Sinopec.

Aðalfundur Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins (ÍKV) verður haldinn miðvikudaginn 29. maí næstkomandi kl. 15. Fundurinn verður haldinn í fundarsal Félags atvinnurekenda á 9. hæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7.

Í beinu framhaldi af aðalfundinum, kl. 15.30, verður haldið málþing um samstarf Kína og Íslands í orkumálum.

Dagskrá málþingsins er eftirfarandi:

15.30 Opnun málþingsins – Jónína Bjartmarz, formaður ÍKV
15.35 Ávarp – Jin Zhijan, sendiherra Kína á Íslandi
15.45 Jarðhitaauðlindin í Kína – Guðni Axelsson, sviðsstjóri kennslu og þróunar hjá ÍSOR
16.05 UNU Geothermal training programme in Iceland: Role in capacity building for China’s geothermal energy development – Tingting Zheng, doktorsnemi við Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna og Háskóla Íslands.
16.25 Jarðhitavæðing í Kína – uppbygging á íslenskum grunni – Einar Rúnar Magnússon, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Arctic Green Energy
16.45 Pallborðsumræður
17.00  Léttar veitingar

Dagskrá aðalfundarins, skv. samþykktum ÍKV:

   • Fundargerð síðasta aðalfundar.
   • Stjórn félagsins skýrir frá störfum félagsins.
   • Stjórn félagsins leggur fram endurskoðaða reikninga fyrir síðasta ár.
   • Kjör tveggja stjórnarmanna til tveggja ára.
   • Kjör skoðunarmanns.
   • Önnur mál.
   • Fundarslit.
Aðalfundurinn er opinn félögum í ÍKV. Málþingið er öllum opið, en skráning hér að neðan nauðsynleg.
Nauðsynlegt er að fylla út reiti merkta með *.
Umsókn um aðild að viðskiptaráðinu

Fyrirtækjum er raðað í gjaldflokka eftir fjölda starfsmanna. Í fyrsta flokki eru fyrirtæki með færri en 50 starfsmenn 1. fl. kr. 15.000. Í öðrum flokki eru fyrirtæki með 50 starfsmenn eða fleiri 2.fl. kr. 30.000.

Gjaldflokkur

7 + 10 =

Íslensk Kínverska Viðskiptaráðið

Kirkjubraut 40

300 Akranes

[email protected]

[email protected]

14 + 3 =