FRÉTTIR

Íslensk-kínverska viðskiptaráðið og atvinnurekendadeild Félags kvenna í atvinnulífinu efna til málþings um Kínaviðskipti þriðjudaginn 30. maí, kl. 15.30. Nokkrir frumkvöðlar ræða viðskipti við Kína á sviði framleiðslu, innflutnings og útflutnings.

Á undan málþinginu, kl. 15 verður haldinn aðalfundur Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins (ÍKV).

Dagskrá:

15.30   Ársæll Harðarson, formaður ÍKV: Málþingið opnað

15.35   Páll Þór Sigurjónsson og Sigurjón Pálsson, hönnuðir og húsgagnasmiðir:
Íslensk hönnun – gæðavara sótt til Kína

16.00   Fida Abu Libdeh, framkvæmdastjóri  GeoSilica:
Nægt hráefni fyrir framleiðslu og útflutning til Kína

16.25   Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður:
Hönnun er framleiðsla

Að málþinginu loknu verður boðið upp á léttar veitingar.

Málþingið verður haldið í fundarsal Félags atvinnurekenda á 9. hæð í Húsi verslunarinnar. Skráning er á vef Félags atvinnurekenda.

Umsókn um aðild að viðskiptaráðinu

Fyrirtækjum er raðað í gjaldflokka eftir fjölda starfsmanna. Í fyrsta flokki eru fyrirtæki með færri en 50 starfsmenn 1. fl. kr. 15.000. Í öðrum flokki eru fyrirtæki með 50 starfsmenn eða fleiri 2.fl. kr. 30.000.

Gjaldflokkur

10 + 9 =

Íslensk Kínverska Viðskiptaráðið

Kirkjubraut 40

300 Akranes

[email protected]

[email protected]

1 + 3 =