Viðskiptasendinefnd til Kína vor 2026
Stjórn ÍKV er að huga að því að skipuleggja ferð viðskiptasendinefndar til Kína í apríl eða maí á næsta ári. – Farið yrði til Chengdu í Sichuan og til fleiri héraða og borga – allt eftir því hvar áhugi og hagsmunir væntanlegra þátttakenda liggja.
Félög sem hafa mögulega áhuga á að taka þátt í þessari ferð eða a.m.k. fylgjast með hvernig undirbúningurinn þróast, þurfa aðeins að svara skrá sig um hæl (hér að neðan) eða senda okkur tölvupóst á [email protected] – með nafni þínu og heiti fyrirtækis ef við á.
Hluti af starfi stjórnar félagsins er að funda með kínverskum viðskiptasendinefndum, sem leggja leið sína til Íslands og óska eftir fundi með stjórninni og þannig rak sendinefnd frá Sichuan á fjörur okkar í sept. s.l. – Þeir sem fóru fyrir þeirri nefnd hvöttu okkur – eins og forsvarsmenn margra annarra áður – til að skipuleggja sendinefnd aðildarfélaga fljótlega á næsta ári. Þeir buðust einnig til að greiða í alla staði götu okkar innan héraðsins – sem telur rúmlega 90 milljónir manna.
Þrjú okkar stjórnarmanna eru nýkomin heim frá Kína – þar sem við m.a. tókum þátt í hluta dagskrár tengdri heimsókn Höllu forseta til Shanghai – og við erum sem fyrr þess fullviss að Kína er framtíðarland tækifæranna fyrir allra handa viðskipti og starfsemi og útflutning jafnt sem innflutning.
Stjórn ÍKV

