FRÉTTIR

Velheppnuð heimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta til Kína

Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, heimsótti Kína í boði Xi Jinping, forseta Kína  13. og 14. október s.l. þar sem hún ávarpaði fund þjóðarleiðtoga í Peking í tilefni af 30 ára afmæli 4. kvennaráðstefnu SÞ 1995 og tók þátt í umræðum um jafnrétti, samfélagsmál og leiðtogahlutverk kvenna á alþjóðavísu. Auk þess átti hún  sérstakan fund með Xi forseta Kína,  þar sem þau ræddu meðal annars ýmsar leiðir til að styrkja samband Íslands og Kína. 

Eftir dagskrá forseta í Peking hélt hún til Shanghai, þar sem hún tók þátt í fjölbreyttum viðburðum 15. – 17. okt.  Íslensk-kínverska viðskiptaráðið (ÍKV) kom að skipulagningu kvöldverðar ásamt Iceland Business Forum (IBF), samtökum íslenskra fyrirtækja í Kína og sendiráði Íslands í Peking. Í kvöldverðinum fengu gestir tækifæri til að spjalla óformlega, efla tengsl og ræða framtíðarmöguleika í þessari miklu viðskipta- og fjármálahöfuðborg Kína. 

Forseti flutti  opnunarávarp á alþjóðlegri ráðstefnu um umhverfismál og sjálfbærni, þar sem nokkur íslensk fyrirtæki voru með kynningarbás. Við þetta tækfæri voru jafnframt  undirritaðar nokkrar viljayfirlýsingar og samningar milli íslenskra fyrirtækja og kínverskra samstarfsaðila. 

Auk þessa heimsótti forseti kínverska háskóla og sat hádegisverð í boði borgarstjóra ShanghaiDagskrá forseta í Shanghai lauk síðan með tónleikum kammersveitar Hong Kong sem lék verk eftir íslensk kvikmyndatónskáld forseta okkar til heiðurs. 

Heimsóknin forseta ísland til Kína var í heild mjög vel heppnuð og markaði skref í þá átt að efla samskipti Íslands og Kína á sviði viðskipta, sjálfbærni og menningar.

Október 2025.

Umsókn um aðild að viðskiptaráðinu

Fyrirtækjum er raðað í gjaldflokka eftir fjölda starfsmanna. Í fyrsta flokki eru fyrirtæki með færri en 50 starfsmenn 1. fl. kr. 15.000. Í öðrum flokki eru fyrirtæki með 50 starfsmenn eða fleiri 2.fl. kr. 30.000.

Gjaldflokkur

9 + 7 =

Íslensk Kínverska Viðskiptaráðið

Kirkjubraut 40

300 Akranes

[email protected]

[email protected]

6 + 8 =