Sendiráð Íslands í Kína

Embassy of Iceland in Beijing
1 Liang Ma Qiao Bei Xiao Jie
Chaoyang District, Beijing 100600

冰岛驻北京大使馆

地址:北京市朝阳区

亮马桥北小街1号 邮编:100600

Afgreiðslutími: 09:00-17:00 (Mán-fös)
Sími: +86 (10) 8531 6962/6900
Telefax: (10) 6590 7801
Símnefni: Isambassade
Netfang: [email protected]:

Vefsíða með nánari upplýsingum

Um Kína

Kína á 21.öldinni

Verg þjóðarframleiðsla Kína er í dag um 20.000 milljarðar USD á ári.  Þetta setur kínverska hagkerfið í annað sætið yfir stæðstu hagkerfi heims og er aðeins BNA stærra.  Kínverska hagkerfið óx vel lengi um og yfir 10% árlega, en undanfarið hefur það vaxið um 5% á ári, en undanskilin eru Covid árin, sem léku land og þjóð ansi grátt.  Með stækkandi hagkerfi og aukinni vergri þjóðarframleiðslu á mann, þá er búist við að hagvöxtur muni lækka á næstu árum í 3-4% á ári.  Talið er að kínverska hagkerfið verði heimsins stærsta hagkerfi á næstu árum, en þó er allsendis óvíst hvenær það verður nákvæmlega.

 

Kínverjar hafa einbeitt sér að framleiðsludrifnum útflutningsgreinum.  Nú undanfarið er þjóðin þó farin í síauknum mæli að einbeita sér að tækniþróun, hátækni og gervigreind.  Kínverjar verja í dag hvað mestum verðmætum allra þjóða í gervigreind, hátækni og örgjörvaframleiðslu.

 

Þessu til viðbótar leiðir Kína einnig heiminn í fjárfestingum í grænum og sjálfbærum lausnum.  Undanfarið hefur Kína eytt tvöfalt meira fjármagni í sjálfbæra orkuframleiðslu en allir aðrir heimshlutar samanlagt.  Þessar fjárfestingar eru að skila því að Kína framleiðir 1200GW á ári á sjálfbæran hátt, þ.e. með sólar- og vindorku.  Eins og gefur að skilja er framleiðslugetan á þessari tækni orðin umtalsverð í Kína og er landið í dag einn helsti framleiðandi á vindtúrbínum heimsins.  Kínverjar byggðu einnig um aldamótin stærstu stíflu og fallvatnsvirkjun veraldar sem framleiðir 22.500 MW.

 

Til að knýja áfram þennan mikla hagvöxt, þá leitar landið aðfanga víða í heiminum og flytur inn hráefni og orku víða að.  Olíuinnflutningur Kína er um 250 milljarðar USD á ári, og járngrýti um 150 milljarðar USD.  Í heildina er talað um að hráefnisinnslutningur Kína sé um 1000 milljarðar USD per ár, en heildarinnflutningur nærri 3000 milljarðar USD.

 

Kína, sem er 3. stærsta land jarðar (og jafnframt það fjölmennasta), er ríkt af allskyns málmum, jarðeldsneyti, fallvötnum, akuryrkjulandi og skógum. Landið er einnig ein helsta fiskveiði- og fiskeldisþjóð heims.  Í krafti stjórnkerfis sem blandar saman kommúnisma og einkaframtaki, hefur yfir 600 milljónum manna verið lyft úr sárri fátækt og er verg þjóðarframleiðsla á mann í þessu fjölmenna landi komin í 13.000 USD á ári, sem er mjög nærri meðaltali heimsins.

 

Það má svo sannarlega tala um efnahagslegt kraftaverk undanfarna áratugi í Kína.  Sameining landsins undir forystu Mao Zedong var í raun einstakt afrek, en efnahagsmálin fóru ekki að blómstra fyrr en Deng Xiaoping opnaði fyrir einkaframtakið og innleiðingu einkafyrirtækja sem og erlendrar fjárfestingar.  Í fyrstu var þetta einungis leyft á skilgreindum „sértækum efnahagssvæðum“, en síðar nær allstaðar.  Sem stór hluti af þessum innleiðingum, þá var samkeppni leyfð og markaðslögmálin látin ráða ferðinni.

 

Þessar breytingar byrjuðu af mikilli hógværð 1978, en eftir því sem árangurinn varð sýnilegri, þeim mun meira leyfði Kommúnistaflokkurinn af einkaframtaki og markaðslögmálum.  Vel flestar af þessum breytingum voru því gerðar frá 1978 til 1992.

 

Nú einbeitir Kína sér að því að komast í hóp efnahagslega þróaðra þjóða, og enda þótt margt gangi vel í Kína þá eru áskoranirnar margar.  Í dag eru Kínverjar rúmlega 1,4 milljarðar, en áætlað er að fólki muni fækka til muna á næstu árum, þar sem barneignir hafa dregist saman og hlutfall eldri borgara hækkar ört.

 

Öryggismál vega einnig þungt á þjóðinni, en Bandaríkjamenn eru með margar herstöðvar mjög nálægt Kína, og Kyrrahafsfloti BNA siglir reglulega meðfram ströndum landsins.  Kína hefur því fundið sig knúið til að verja meira fjármagni til öryggismála undanfarin ár og sér fram á það að vera með jafnstóran flota og BNA innan skamms.  Kína býr yfir kjarnorkuvopnum.

Kínverska sendiráðið á Íslandi

Bríetartún 1, 105 Reykjavík, Iceland

Símatími: Alla virka daga 09:00-12:00 og 14:00-17:00 (mánudag til föstudag, lokað á hátíðisdögum íslenskum og kínverskum) 

Opnunartími fyrir skrifstofu vegabréfsáritana: 09:00-11:30 (mánudag, miðvikudag, föstudag, lokað á hátíðisdögum íslenskum og kínverskum)

Sími: +354 527 6688

Fax: +354 562 6110

Netfang: [email protected]

Vefsíða sendisráðs Kína á Íslandi

Íslensk Kínverska Viðskiptaráðið

Kirkjubraut 40

300 Akranes

[email protected]

[email protected]

14 + 8 =

Share This