Þann 8. febrúar síðastliðinn efndu ÍKV og KÍM til nýársfagnaðar á veitingahúsinu Sjanghæ. Þar var ári drekans fagnað í góðum félagsskap yfir margréttaðum kínverskum mat.
Eftir ávarp He Rulong, sendiherra Kína á Ísland,i sögðu Arnar Steinn Þorsteinsson og Beatriz Garcia frá dvöl sinni í Kína við nám og störf. Jakob Frímann Magnússon hélt uppi fjörinu með lifandi tónlist auk frásagna af ferðalagi Stuðmanna til Kína fyrir hartnær fjörutíu árum síðan.
Fjöldi manns mætti á viðburðinn til að sýna sig og sjá aðra. Eins og myndirnar gefa til kynna var stemmingin afskaplega góð og fólk skemmti sér konunglega.