FRÉTTIR

Í tilefni af kínversku áramótunum munu Íslensk-kínverska viðskiptaráðið og Kínversk-íslenska menningarfélagið fagna ári hanans föstudaginn 3. febrúar  kl. 19.00 á Veitingahúsinu Tian, Grensásvegi 12, 108 Reykjavík. Nýárskvöldverður ÍKV og KÍM er orðinn árviss viðburður. Borðhaldið hefst kl. 19.30.

Heiðursgestur verður Zhang Weidong, sendiherra Kína á Íslandi og flytur hann ræðu kvöldsins.

Á matseðlinum verða

Blönduð sjávarréttasúpa
Djúpsteikt ýsa með sætri engifersósu
Kjúklingur með drekasósu
Svínakjöt með appelsínusósu
Djúpsteikar rækjur með súrsætri sósu
Nautakjöt í svartpiparsósu
Heimagert tofu með grænmeti í ostrusósu
Steikt spergilkál með hvítlauk
Dumplings (fylltir hveitisnúðar)
Hrísgrjón, te og ávextir

Búist er við talsverðri aðsókn og er fólk því vinsamlegast beðið að panta tímanlega.  Pantanir má senda á netfangið [email protected] eða í síma 897 3766. Pantanir berist í síðasta lagi miðvikudaginn 1. febrúar fyrir kl. 22.00.

 

Umsókn um aðild að viðskiptaráðinu

Fyrirtækjum er raðað í gjaldflokka eftir fjölda starfsmanna. Í fyrsta flokki eru fyrirtæki með færri en 50 starfsmenn 1. fl. kr. 15.000. Í öðrum flokki eru fyrirtæki með 50 starfsmenn eða fleiri 2.fl. kr. 30.000.

Gjaldflokkur

12 + 14 =

Íslensk Kínverska Viðskiptaráðið

Kirkjubraut 40

300 Akranes

[email protected]

[email protected]

8 + 14 =