FRÉTTIR

Jónína Bjartmarz með Jin Zhijian, sendiherra Kína, að loknum aðalfundi ÍKV

Jónína Bjartmarz, framkvæmdastjóri OK; Okkar kvenna í Kína ehf., var kjörin formaður Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins (ÍKV) á aðalfundi ráðsins á Hótel Reykjavík Natura 17. maí. Jónína er fyrsta konan sem gegnir formennsku í ráðinu í 23 ára sögu þess.

Jónína hefur undanfarin ár staðið í margvíslegum viðskiptum í Kína og stundað þar nám. Hún var þannig í námi við Xiamen-háskóla í Fujian í Kína á árunum 2007-2008 og rekstrar- og framkvæmdastjóri BR boutiqe hótels í Kína 2008-2011. Eftir það hefur hún rekið OK. Jónína var áður m.a. sjálfstætt starfandi lögmaður, alþingismaður og umhverfisráðherra.

Á aðalfundinum voru auk Jónínu kjörnir í stjórn ÍKV þeir Ársæll Harðarson, forstöðumaður á sölu- og markaðssviði hjá Ícelandair, sem verið hefur formaður viðskiptaráðsins undanfarin sex ár, og Einar Rúnar Magnússon, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Arctic Green Energy. Fyrir sátu í stjórn þeir Jóhann Y. Xian og Stefán Sigurður Guðjónsson.

Félag atvinnurekenda heldur  utan um rekstur Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins, Íslensk-indverska viðskiptaráðsins, Íslensk-taílenska viðskiptaráðsins og Íslensk-evrópska viðskiptaráðsins.

Nánari upplýsingar um Jónínu á vef FKA

 

Umsókn um aðild að viðskiptaráðinu

Fyrirtækjum er raðað í gjaldflokka eftir fjölda starfsmanna. Í fyrsta flokki eru fyrirtæki með færri en 50 starfsmenn 1. fl. kr. 15.000. Í öðrum flokki eru fyrirtæki með 50 starfsmenn eða fleiri 2.fl. kr. 30.000.

Gjaldflokkur

6 + 3 =

Íslensk Kínverska Viðskiptaráðið

Kirkjubraut 40

300 Akranes

[email protected]

[email protected]

4 + 8 =