Íslensk-Kínverska Viðskiptaráðið

 
Íslensk - kínverska viðskiptaráðið (ÍKV) er félagsskapur um 70 fyrirtækja úr öllum greinum verslunar þ.e. innflutningi, útflutningi, umboðssölu, heildverslun og smásölu. Það var stofnað árið 1995 og hefur starfsemi viðskiptaráðsins dafnað vel síðan þá.
 
Meginmarkmið og hlutverk ráðsins er að stuðla að og efla viðskipti á milli Íslands og Kína. ÍKV skipuleggur ferðir á vörusýningar þar eystra og veitir fyrirtækjum upplýsingar og ráðleggingar varðandi fyrstu skrefin í átt að viðskiptum við Kína. Einnig stendur það fyrir miðlun viðskiptasambanda og skoðanaskipta. Þá hefur ÍKV staðið fyrir Kínverskum dögum hérlendis, ráðstefnum, tekið á móti sendinefndum frá Kína í samvinnu við China Council for Promotion of International Trade (CCPIT), unnið að kínverskum vörusýningum sem fram fóru í Laugardagshöll í janúar 2002 og í ágúst 2004 í Íþróttahúsinu Breiðablik.  ÍKV hefur einnig skipulagt velheppnaðar hópferðir til Kína á Canton vörusýninguna sem er ein sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Fyrst var farið 2004 því næst 2006 og nú síðast í ár.
 
Helsti samstarfaðili Íslensk kínverska viðskiptaráðsins í Kína er Alþjóða viðskiptaráðið CCPIT.
 
Íslensk kínverska viðskiptaráðið deilir skrifstofu með Félagi atvinnurekenda og er á 9.hæð í Húsi verslunarinnar.