10 algengar spurningar og svör

1. Þarf vegabréfsáritun til Kína?

Vegabréfsáritun er nauðsynleg til að ferðast til Kína.

Kínverska sendiráðið í Reykjavík sér um að gefa út áritanir.  Fylla þarf út sérstakt eyðublað sem er á heimasíðu sendiráðsins (www.china-embassy.is) eða í sendiráðinu sjálfu.  Leggja þarf fram gilt vegabréf  og eina passamynd.  Venjuleg afgreiðsla tekur 5 virka daga og kostnaðurinn er 3000 kr.

2. Þurfa ferðamenn til Kína á ónæmisvörnum að halda?

Fólki er ráðlagt að fara í eftirfarandi sprautur áður en haldið er til Kína í fyrsta skipti og/ eða ónæmisvörnum hefur ekki verið haldið við:

 • Mænusótt
 • Barnaveiki og stífkrampa
 • Lifrabólgu A og B
 • Taugaveiki

3. Hvað heitir myntin? Er hægt að nota aðra gjaldmiðla?

Myntin heitir renminbi og er stytt í RMB.  Auðvelt er að skipta dollurum í Kína.  Bankar eru þó venjulegast lokaðir í hádeginu og um helgar.

4. Er hægt að nota greiðslukort í Kína?

Kína er enn “samfélag seðla”.  Fjöldi hraðbanka fer þó ört vaxandi og er að finna á öllum ferðamannastöðum.  Stærri verslanir og veitingastaðir taka kort en minni veitingastaðir síður.

5. Hvert er hið opinbera tungumál?

Putonghua, eða Mandarín er hið opinbera tungumál Kínverja. Starfsfólk á helstu ferðamannastöðum geta venjulegast bjargað sér á ensku.  Á vörusýningum er algengt að viðskiptamenn kaupi sér túlka sem nægt framboð er af og kosta ekki mikið.

6. Hver er tímamunur á milli Íslands og Kína?

Tímamunurinn er +8 klst

7. Hvað felst í tvísköttunarsamningi milli Íslands og Kína?

 • Tilgangurinn er að komast hjá tvísköttun og koma í veg fyrir undanskot frá skattlagningu á tekjur
 • Samningurinn tekur til aðila sem eru heimilisfastir í öðru eða báðum samningsríkjunum.
 • Samningurinn tekur til skatta af tekjum.  Til skatta af tekjum teljast allir skattar sem lagðir eru á heildartekjur þ.á.m. skattar af ágóða af sölu lausafjár eða fasteigna.

 8. Hvað felst í fríverslunarsamningi sem er í burðarliðnum á milli Íslands og Kína

 • Samningurinn veitir íslenskum útflytjendum tollfrjálsan aðgang að mörkuðum í Kína
 • Skýrari reglur og gagnsætt umhverfi
 • Aukin tengsl á flestum sviðum; samstarf við opinbera aðila, auðveldar viðskiptatengsl, samstarf við menntastofnanir og aukin menningartengsl
 • Gert er ráð fyrir að samningurinn verði undirritaður á milli landanna fyrir lok árs 2007

 9. Hver er helsta inngönguleiðin inn á kínverskan markað?

 • Það eru ákveðnar hömlur á starfsemi erlendra fyrirtækja í Kína en helsta inngönguleið fyrirtækja inn á Kínamarkað er í gegnum “joint venture”.  Þá er gerður samningur við kínverskt fyrirtæki um ákveðna starfsemi
 • Annað form er svokallað “foreign owned enterprice”.  Hentar einungis stærstu fyrirtækjunum og kallar á gríðarlegt fjármagn
 • Algengast er að fyrirtæki setji upp svokallað “representative Office” sem er einskonar umboðsskrifstofa.  Þetta form er algengt þegar fyriræki eru með umboðsaðila í Kína og þá starfar þessi skrifstofa sem eftirlits og/eða ráðgjafarstofa.

 10. Hvað ber helst kynna sér/ undirbúa þegar samningsviðræður við kínverskt fyrirtæki hefjast?

 • Opinber staðfesting á tilvist fyrirtækisins.  Kínversk fyrirtæki starfa undir ströngu eftirliti.  Því er mikilvægt að fara fram á svokallað “business license” eða viðskiptaleyfi.  Þetta er plagg er útgefið af kínverskum yfirvöldum.    Eins er hægt að óska eftir reikningsyfirliti frá banka.
 • Staða eða titill samingsaðila.  Skiptir miklu máli að tala við þá sem eru hæst settir – þeir einir taka ákvarðanirnar
 • Kynna sér viðskiptakúlturinn og menninguna
 • Stór hluti af samningarferlinu eru mannleg tengsl og viðskiptamálsverðir
 • Vera því viðbúin að Kínverjar taka langan tíma í að ljúka samningum ...