Viðskiptasendinefnd frá Hubei

07. desember 2018

Sendinefndin frá Hubei var fjölmenn, um 20 manns.

Stjórn ÍKV. Frá vinstri: Einar Rúnar Magnússon, Jónína Bjartmarz formaður, Ársæll Harðarson, Jóhann Y. Xiang og Stefán S. Guðjónsson.

Fjölmenn viðskiptasendinefnd frá Hubei-héraði í Kína átti í gær fund með stjórn Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins, sem Félag atvinnurekenda hýsir og rekur. Sendinefndin var skipuð jafnt embættismönnum frá héraðsstjórninni í Hubei og forsvarsmönnum ýmissa fyrirtækja sem starfa í héraðinu, en í Hubei búa um 60 milljónir manna, álíka margir og á Ítalíu.

Á meðal umræðuefna á fundinum voru gagnkvæm viðskipti og fjárfestingar, en sérstaklega var rætt um aukin matvöruviðskipti milli Íslands og Kína, útflutning Íslendinga á jarðhitatækni og -þekkingu til Kína og möguleika á beinu flugi á milli landanna.