Stefnumót við kínversk fyrirtæki

01. september 2015

 

Fundur með viðskiptasendinefnd fyrirtækja frá Foshan-borg í Guangdong-héraði.

Íslensk-kínverska viðskiptaráðið, Félag atvinnurekenda og Íslandsstofa boða til hádegisfundar um tækifæri í viðskiptum íslenskra fyrirtækja og sérhæfðra fyrirtækja frá borginni Foshan í Guangdong-héraði í Kína. 

Fyrirtækin eru í margs konar iðnaði og tæknigreinum, m.a lasertækni, fjarskiptatækni, loftræstitækni, bifreiðavarahlutum, prentvélatækni, rafeindatækni fyrir bílaiðnað, margmiðlunarbúnaði, rafstöðva- og raftækni, dælu-, glussa- og vökvatækni svo nokkuð sé nefnt.

Fundurinn verður haldinn föstudaginn 11. september kl. 10:00–13.00 á Grand Hótel Reykjavík, Hvammi. 

Boðið verður upp á beina fyrirtækjafundi (B2B) með einstökum fyrirtækjum í sendinefndinni.

DAGSKRÁ

  • Ársæll Harðarson, formaður Kínversk-íslenska viðskiptaráðsins, býður gesti velkomna.
  • Wang Zheng, aðstoðarframkvæmdastjóri viðskiptaskrifstofu Foshan-borgar, ávarpar gesti og kynnir möguleikana á viðskiptum milli aðila.
  • Þorleifur Þór Jónsson, frá Íslandstofu, kynnir íslensku fyrirtækin.

 Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA og Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins, stýrir fundi.

 Létt hádegisverðarhlaðborð að loknum fundum.

 Listi  og kynning á fyrirtækjunum sjá www.atvinnurekendur.is

 

Skráning á fundinn er á vef FAwww.atvinnurekendur.is