Margir fögnuðu ári hanans

06. febrúar 2017

Arnþór Helgason, formaður KÍM, Ársæll Harðarson, formaður íKV, Zhang sendiherra og Stefán S. Guðjónsson, forstjóri Lindsay og stjórnarmaður í ÍKV, skála fyrir nýja árinu.

Zhang Weidong flytur ræðu kvöldsins.

Árlegur áramótafagnaður Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins (ÍKV) og Kínversk-íslenska menningarfélagsins (KÍM) var haldinn á veitingastaðnum Tian á Grensásvegi síðastliðinn föstudag.

Að vanda var viðburðurinn vel sóttur og ári hanans fagnað með góðum kínverskum mat. Þá flutti Zhang Weidong, sendiherra Alþýðulýðveldisins Kína á Íslandi, ræðu kvöldsins.

Félag atvinnurekenda hýsir og rekur ÍKV.