26. júní 2015
Fulltrúi kínverska Fæðu- og Lyfjaeftirlitsins (Chinese State Administration of Food & Drug, (SFDA), verður með kynningarfund hjá Íslandsstofu þriðjudaginn 30. júní næstkomandi þar sem fjallað verður um skráningarferli sem fyrirtæki þurfa að fara í gegnum áður en vörur eru markaðssettar í Kína. Um er að ræða langt ferli þar sem ríkar kröfur eru gerðar til ýmissa grunngagna um áhrif vöru, rannsóknir og fleira. Afar mikilvægt er að fyrirtæki sem hyggjast markaðssetja heilsutengdar neytendavörur í Kína kynni sér þetta ferli mjög vel.
Fundurinn verður haldinn hjá Íslandsstofu þriðjudaginn 30. júní, kl. 14:00 - 15:30 að Sundagörðum 2, 7. hæð.
Skráning fer fram hér á heimasíðu Íslandsstofu.
Nánari upplýsingar veita Erna Björnsdóttir, erna@islandsstofa.is og Andri Marteinsson, andri@islandsstofa.is eða í síma 511 4000.