Ári apans fagnað 8. febrúar

21. janúar 2016

Í tilefni af kínversku áramótunum munu Íslensk-kínverska viðskiptaráðið og Kínversk-íslenska menningarfélagið fagna ári apans mánudaginn 8. febrúar  kl. 19.00 á Veitingahúsinu Tían, Grensásvegi 12, 108 Reykjavík.

Hafliði Sævarsson verkefnastjóri á skrifstofu alþjóðasamskipta Háskóla  Íslands heldur erindi um hrun hlutabréfamarkaðarins í Kína og efnahagshorfur almennt.  Þá mun Halldór Zhan Xinyu, sem stundar nám í íslensku, flytja stutta tölu. 

Skráning fer fram hér

Boðið verður upp á 8 rétta matseðil auk forréttar og eftirréttar.

Verð kr. 4.000.--                                    

Blönduð sjávarréttasúpa  (forréttur)

1.      Fiskur ”braised”

2.      Kjúklingur ”la zi”

3.      Svínakjöt ”jiang pao”

4.      Steiktar rækjur með baunum

5.      Kúmen nautakjöt eða nautakjöt í ostrusósu

6.      Heimagert tofu með grænmeti í ostrusósu

7.      Steikt kínakál með hvítlauk

8.      Nautakjöt í ostrusósu

Hrísgrjón fylgja með réttunum

Á eftir verður borið fram te og  ávextir.